*

laugardagur, 18. janúar 2020
Erlent 12. maí 2017 18:40

Spotify á markað

Spotify sem nýlega var metið á 13 milljarða dala verður skráð á markað á næstu 12 mánuðum.

Ritstjórn

Sænska tónlistarveitan Spotify, sem var nýlega metin á 13 milljarða dala, undirbýr sig nú fyrir skráningu á hlutabréfamarkaði í New York. Þetta kemur fram á vef Reuters.

Líklega mun skráningin eiga sér stað síðar á þessu ári eða í byrjun næsta árs. Þetta er haft eftir heimildarmönnum Reuters.

Útboð Spotify verður þó ekki framkvæmt með hefðbundnum máta, heldur verður félagið skráð beint (e. direct listing) og mun því í raun ekki þurfa á milliliðum á borð við fjárfestingabanka að halda.

Í stað þess að auka hlutafé, munu núverandi hluthafar geta selt hluti beint á markaði. Núverandi bréf verða því tekin til viðskipta í stað þess að fjölga þeim.

Takist skráningin vel gæti þetta breytt því hvernig fyrirtæki nálgast skráningar á hlutabréfamarkaði almennt.

Stikkorð: Markaðir New York Spotify