Tónlistarveitan Spotify er nú komin með 20 milljónir greiðandi notenda og yfir 75 milljónir virkra notenda. Það hefur verið gríðarleg fjölgun milli ára en í maí 2014 var fyrirtækið með 10 milljónir greiðandi notenda og 40 milljón virkra notenda. Það fjölgaði um jafn marga greiðandi notendur á einu ári og á fimm og hálfu ári.

Þar sem mikil aukning hefur orðið í notendum eru tónlistarmenn að fá mun hærri stefgjöld. Spotify hefur nú greitt yfir þrjá milljarða dollara í stefgjöld, þar á meðal 300 milljónir dollara á fyrsta ársfjórðungi 2015.

Sænska fyrirtækið er nú metið á 8,5 milljarða dollara eftir að sænska fyrirtækið TeleSonera borgaði 11 dollara fyrir 1,4% hluta. Eins og Vb.is greindi frá í dag  hefur Spotify safnað sem svarar 68 milljörðum króna í nýtt hlutafé til að bregðast við fyrirætlun Apple að stofna streymiþjónustu svipaðri Spotify.