Sænska tónlistarveitan Spotify skilaði tapi upp á 539,2 milljónir evra á árinu 2016 samanborið við 231,4 frá fyrra ári. Hefur tap fyrirtækisins því aukist um 133% á milli ára.

Tekjur síðasta árs námu 2,39 milljörðum evra og jukust um 52% á milli ára. Notendum fjölgaði um 38% á milli ára og eru þeir nú 126 milljónir. Fjöldi áskrifenda sem borga fyrir þjónustu Spotify um 71% og eru nú 48 milljónir. Koma 90% af tekjum tónlistarveitunnar frá áskrifendum sem borga fyrir þjónustuna.

Í tilkynningu frá Spotify kemur fram að fyrirtækið gerir ráð fyrir því að greiða að minnsta kosti tvo milljarða evra til plötuútgefanda og annara útgefanda á tónlistarefni á næstu tveimur árum.

Samkvæmt frétt Wall Street Journal er gert ráð fyrir því að fyrirtækið verði skráð á markað seinna á þessu ári. Félagið hyggst þó ekki safna nýju hlutafé, heldur verða bréf fyrirtækisins einfaldlega sett beint á markað.