Tap Spotify árið 2014 nam 197 milljónum dala. Það er meira tap en árið 2013, þegar félagið tapaði 68 milljónum dala. Tapið hefur því þrefaldast á milli ára.

Stjórnendur Spotify segja tapið skýrast af kostnaði tengdum vöruþróun, útvíkkun þjónustu og leyfismálum.

Notendur Spotify eru nú um 60 milljón talsins. Þar af eru 15 milljón áskrifendur, sem greiða fyrir þjónustuna.

Spotify hefur sætt gagnrýni fyrir að greiða listamönnum of lága þóknun fyrir afspilun af tónlist. Taylor Swift ákvað til að mynda í fyrra að taka alla tónlist sína af tónlistarveitunni í mótmælaskyni.

New York Times greinir frá