Allt tiltækt slökkvilið á Akranesi var kallað út laust fyrir kl. 19 í gærkvöldi eftir að sprenging var í FSM framleiðsluhluta Járnblendiverksmiðjunnar á Grundartanga.

Slysið varð með þeim hætti að 1.500 gráðu heitur málmur skvettist á gólf og orsakaði sprengingu.

Þetta kemur fram á vef Skessuhorns .

Þar kemur einnig fram að þetta er í þriðja skipti sem slík sprenging verður í þessum hluta Járnblendiverksmiðjunnar á skömmum tíma, sú síðasta varð í lok september.

Engin meiðsl urðu á fólki en rýma þurfti framleiðsluhúsið eins og viðbúnaðaráætlun gerir ráð fyrir þegar slík óhöpp verða.