Næstum því þrefalt fleiri sérfræðingar komu hingað til lands í fyrra til að sinna aðgerðum á Landspítalanum en á síðasta ári. Ef horft er tvö ár aftur í tímann er fjölgunin veruleg eða næstum fimmföld frá árinu 2012.

Svokölluð siglinganefnd Sjúkratrygginga samþykkti aðstoð 130 sérfræðinga til að sinna aðgerðum á Landspítalanum í fyrra. Samþykktirnar voru 58 árið 2012 en aðeins 28 árið 2011. Það sem af er ári eru aðgerðir erlendra sérfræðinga sem koma hingað orðnar 55 talsins en það er sambærilegt og allt árið 2012. Á sama tíma hefur þeim fækkað sem siglinganefnd hefur samþykkt að leita sér meðferðar erlendis sökum þess að ekki hafi verið boðið upp á hana hér á landi.

Steingrímur Ari Arason, framkvæmdastjóri Sjúkratrygginga, segir að sérfræðingarnir sem hafi komið hingað til lands vinni á þeim sjúkrahúsum sem samningar eru við og sjúklingar hafi farið héðan til brýnnar meðferðar erlendis.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér .