29 manns slösuðust í sprengingu inn á Manhattan í New York í gærnótt. Hún varð á 23. stræti í Chelsea hverfinu. Hverfið er fjölfarið verslunarhverfi þar sem að finna má dýrar búðir. Einnig fannst önnur sprengja fjórum strætum frá, en hún var aftengd á staðnum.

Ekki tengd alþjóðlegri hryðjuverkastarfsemi

Andrew Cuomo, ríkisstjóri í New York, taldi það ólíklegt að sprengingin væri tengd alþjóðlegum hryðjuverkasamtökum á borð við Isis. Hann taldi þó að árásina á New York vera hryðjuverkaárás.Þetta kemur fram á vef Financial Times.

Snemma í morgun fannst einnig sprengja í lest í New Jersey þegar sprengjusveitir lögreglunnar þar reyndu að aftengja hana. Enginn slasaðist.

Fimm voru handteknir grunaðir um aðild að sprenginguni í New York aðfaranótt sunnudags. Þetta kemur fram á vef New York Times.