Bruce Springsteen hefur selt útgáfuréttinn að tónlistarsafni sínu til Sony en fjölmiðlar vestanhafs greina fyrir því að samningurinn hljóði upp á 500 milljónir dala eða um 65 milljarða króna.

Sony mun eignast réttinn að meira en 300 lögum á 20 stúdíóplötum. Þar á meðal eru lögin Born To Run, The River og Born In The USA.

Á fjárfestafundi í maí sagði forstjóri Sony Music, Rob Stringer, að fyrirtækið hafi eytt 1,4 milljörðum dala í yfirtökur á útgáfurétti á tónlist á sex mánaða tímabili, að því er kemur fram í frétt BBC .

Talið er að fjárhæðin sem Springsteen fær sé sú hæsta meðal þekktustu tónlistarmanna heims sem hafa farið sömu leið upp á síðkastið. Bob Dylan fékk sem dæmi meira en 300 milljónir dala fyrir tónlistina sína og Neil Young seldi 50% eignarhlut af tónlistarsafni sínu fyrir um 150 milljónir dala. Plötusnúðurinn David Guetta seldi í sumar útgáfuréttinn að lögunum sínum fyrir hundrað milljónir dala.

Þá má nefna að Warner Music réðst nýlega í 535 milljóna dala skuldabréfaútgáfu til að fjármagna kaup af þessu tagi, og er talið þeir séu að undirbúa yfirtöku á tónlistarsafni David Bowie.