Fyrrverandi sparisjóðsstjóri SPRON og fjórir fyrrverandi stjórnarmenn hafa verið ákærðir af sérstökum saksóknara fyrir umboðssvik. Snúast hin meintu svik um tvegga milljarða króna lánveitingu til eignarhaldsfélagsins Exista nokkrum dögum fyrir hrun. RÚV greinir frá málinu.

Þeir sem ákærðir eru í málinu eru Guðmundur Örn Hauksson, sparisjóðsstjóri, og stjórnarmennirnir Rannveig Rist, sem er forstjóri Rio Tinto Alcan, Margrét Guðmundsdóttir, stjórnarformaður N1, auk Ara Bergmanns Einarssonar og Jóhanns Ásgeirs Baldurs.

Ákæran hefur ekki verið birt sakborningum en verður þingfest í héraðsdómi Reykjavíkur 13. október nk.