„Ekkert í rekstri Spron bendir til þess að við getum ekki staðið núverandi ástand af okkur,“ sagði Guðmundur Hauksson, forstjóri Spron á uppgjörsfundi félagsins.

Tap Spron á öðrum fjórðungi ársins nemur 5 milljörðum króna og uppsafnað tap sl hálfa árið nemur því 13,5 milljörðum.

Ýmislegt kom fram í máli Guðmundar Haukssonar, forstjóra, á fundinum og ræddi hann m.a. neikvæða umfjöllun erlendis um íslenskan fjármálamarkað og sagði Spron líða fyrir óhagstæðar markaðsaðstæður.  Þá sagði forstjórinn að gengishagnaði væri ekki til að dreifa hjá Spron en þrátt fyrir erfiðleika standi sparisjóðurinn styrkum fótum.

Eiginfjárhlutfall (CAD) er nú 12,1% sem þykir gott. Vaxtatekjur félagsins toppuðu einnig á fjórðungnum.

Nánar verður fjallað um uppgjör Spron í Viðskiptablaðinu á morgun.