Spron hefur nú mætt óskum Seðlabankans að fullu um tryggingar vegna óvarinnar verðbréfa.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Spron en í byrjun vikunnar óskaði Seðlabankinn eftir því við fjölmörg fjármálafyrirtæki að þau legðu fram tryggingar vegna óvarinna verðbréfa útgefnum af viðskiptabönkunum.

Í tilkynningu frá Spron kom fram að bankinn hefði átt í takmörkuðum endurhverfum viðskiptum með umrædd verðbréf og að gert hafi verið ráð fyrir því að reiða þyrfti fram auknar tryggingar.