Aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara gegn fyrrverandi forstjóra og stjórnarmönnum SPRON hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur nú í morgun.

Í lok október á síðasta ári gaf sérstakur saksóknari út ákæru á hendur Guðmundi Erni Haukssyni, fyrrverandi forstjóra SPRON, og stjórnarmönnunum Jóhanni Ásgeiri Baldurs, Ara Bergmann Einarssyni, Margréti Guðmundsdóttur og Rannveigu Rist.

Þau eru sökuð um að hafa misnotað aðstöðu sína hjá sjóðnum og stefnt fé hans í hættu með því að fara út fyrir heimildir til lánveitinga þegar félagið lánaði Exista tvo milljarða króna.

Lánið var veitt án trygginga og var eina lánuð sem fór fyrir stjórn sjóðsins á árunum 2007 og 2008. Lánið fékkst ekki endurgreitt og fæst að líkindum ekki.