Spron sjóðurinn ses. keypti fyrir 66,1 milljónir króna í Spron í gær, samkvæmt tilkynningu til Kauphallarinnar.

Um er að ræða kaup á 8.814.756 hlutum, sem fram fór á genginu 7,5.

Eftir viðskiptin á Spron sjóðurinn 739.092.472 hluti. Miðað við kaupgengi þessara viðskipta er markaðsvirði hlutar sjóðsins 5,5 milljarðar króna.

Gengi Spron var 16,7 24. október, fyrsta dag þess á hlutabréfamarkaði, samkvæmt upplýsingum frá verðbréfavefnum M5. Ekki þurfti hlutafjárútboð (IPO) til þess að skrá bréfin vegna þess hve margir áttu stofnfjár.

Jóna Ann Pétursdóttir er lykilstarfsmaður hjá útgefanda og framkvæmdastjóri Spron sjóðsins.

Guðmundur Hauksson er forstjóri Spron og situr í stjórn Spron sjóðsins.

Hildur Petersen er stjórnarformaður útgefanda og situr í stjórn Spron sjóðsins.