Seed Forum Iceland býður nú í annað sinn, lykilaðilum í nýsköpunar- og sprotaumhverfinu á Íslandi að tilnefna álitleg sprotafyrirtæki til þátttöku í alþjóðlegum viðburðum Seed Forum haustið 2005. Markmið Seed Forum er að auðvelda sprotafyrirtækjum aðgengi að alþjóðlegu fjármagni og stuðla að því að fyrirtækin séu kynnt gagnvart fjárfestum og fjármögnuð. Markmiðið er því að leiða saman góðar hugmyndir og fjármagn.

Þann 28. apríl s.l. var fyrsta íslenska Seed Forum þingið haldið í Reykjavík og kynntu 9 sprotafyrirtæki viðskiptahugmyndir sínar. Af þeim fyrirtækjum tóku valin fyrirtæki einnig þátt í Seed Forum þingum í Osló, London, New York og Moskvu með góðum árangri.

Á þessu hausti mun Seed Forum Iceland leggja áhersla á fyrirtæki sem vilja leita fjármagns og byggja upp viðskiptasambönd í Noregi, Svíþjóð, Bretlandi, Bandaríkjunum og Rússlandi. Völdum sprotafyrirtækjum, sem sérstök alþjóðleg dómnefnd fjárfesta velur, mun gefast kostur á að kynna hugmyndir sínar á þessum stöðum.