Sprotaþing Íslands stendur fyrir Seed forum Iceland í áttunda sinn þann 3. október 2008 í höfuðstöðvum Kaupþings í Borgartúni.  Fimm íslensk sprotafyrirtæki hafa verið valin til þátttöku ásamt tveimur erlendum, segir í fréttatilkynningu.

Seed Forum Iceland er hugsað sem stefnumót frumkvöðla og fjárfesta. Sprotaþing af þessum toga hafa verið haldin tvisvar á ári síðan árið 2005. Mörg nýsköpunarfyrirtæki hafa fundið fjárfesta og aðra samstarfsaðila á Seed Forum Iceland.

Íslensku fyrirtækin sem munu kynna sig á Seed forum á föstudaginn eru: Clara sem notar gervigreind til að kanna viðhorf og tilfinningar sjálfvirkt á netinu, Marimo sem þróar tölvuleik og notar til þess reynslu sína af þrívíddarþróun, Orf líftækni sem framleiðir sérvirk prótein fyrir læknisrannsóknir, lyfjaþróun og snyrtivörur, TouristTV sem er net-ferðamiðill sem framleiðir og sýnir upplýsingamyndbönd á síðu sinni, Trackwell sem er leiðandi fyrirtæki í forðastýringarlausnum.

Erlendu fyrirtækin eru Glycomar sem sérhæfir sig í nýtingu sjávarafurða  og Catchtheeye sem markaðsfyrirtæki sem sérhæfir sig í stafrænni samskiptatækni.

Seed Forum Iceland er stjórnað af Spotaþingi Íslands en er ráðstefnurnar eru haldnar í nánu samstarfi við Seed Forum International sem heldur utan um fjárfestingarþing í 19 löndum.

Reykjavík var þriðja borgin sem Seed Forum var haldið í, á eftir Osló og London, og hefur jafnan verið notað sem  fordæmi fyrir Seed Forum í öðrum löndum.

Eftirfarandi fyrirtæki hafa tekið þátt í Seed Forum Iceland: AGR, Bio-Gels, CCP, GloboDent, Green Diamond, New Development, Simdex, 3-plús, Stiki, Caoz, Mentis Cura, EcoProcess, Eykur, Genís, Lyfjaþróun, Mentor, Gogogic, Zemetech, Kine, Vdeca, A-Game Company, Carbon Recycling International, Eff2, Accel Jet, Hersir Investment, Mind.