Danski spunameistarinn Peter Arnfeldt er grunaður um að hafa lekið upplýsingum um skattamál Helle Thorning-Schmidt, forsætisráðherra Danmerkur, og eiginmanns hennar, til Ekstra Bladet í fyrra. Anfeldt var ráðgjafi Troels Poulsen, fyrrverandi ráðherra Venstre.

Skattamál þeirra hjóna komust í hámæli í aðdraganda þingkosninganna í Danmörku í fyrra og hafa Venstre-menn verið grunaðir um lekann. Réttarhöld hafa staðið yfir í málinu þar sem reynt hefur verið að svipta hulunni af því hver lak skattaupplýsingunum til fjölmiðla.

Helle Thorning-Schmidt settist í stól forsætisráðherra Danmerkur í október í fyrra og er hún er fyrsta konan í því embætti.

Maður Helle Thorning-Schmidt er Stephen Kinnock. Hann er breskur ríkisborgari en starfar í Sviss og greiðir skatta þar en ekki í Danmörku. Lægri skattar eru í Sviss en í Danmörku. Þau hjónin höfðu áður sagt að þau greiddu skatta sína í samræmi við dönsk lög og reglur.

Í danska viðskiptablaðinu Börsen segir, að þungar refsingar liggi við brotum af þessu tagi og geti Arnfeldt átt yfir höfði sér allt að hálfs árs fangelsisdóm.