Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, segir bankann hafa fundið fyrir miklum áhuga á að fjárfesta aflandskrónum hér á landi. Fram hefur komið í yfirlýsingum bankans að til standi að opna fyrir þess konar fjárfestingu en að sögn Más verður að tryggja að krónurnar muni koma beint inn í landið og ekki flakka um á aflandsmarkaði.

Þá sagði Már að það ætti eftir að koma í ljóst hvort Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn fari endanlega frá landinu í ágúst næstkomandi. Þá á samstarfi sjóðsins við íslensk stjórnvöld að vera formlega lokið. "Það á eftir að koma í ljós," sagði Már.