Stjórnarmenn í fjármála- og vátryggingafyrirtækjum þurfa nú að uppfylla sérstakt hæfismat og hafa 47 nú verið metnir og stóðust 35 í fyrstu tilraun. Búið er að meta hæfi stjórnarmanna í vátryggingafélögunum Sjóvá, VÍS og TM. Átta hafa mætt í endurtekið mat og stóðust allir það nema einn. Í níu tilvikum hafa stjórnarmenn sagt sig úr stjórn og því ekki komið í hæfismat til Fjármálaeftirlitsins.

Mat ráðgjafanefndarinnar er byggt á ítarlegu viðtali, sem tekur um þrjár til fjórar klukkustundir, við stjórnarmenn þar sem farið er yfir þekkingu, skilning og viðhorf þeirra varðandi helstu efni sem tengjast verksviði þeirra. Könnuð er meðal annars þekking á starfsemi fjármálafyrirtækja almennt og starfsemi þess fyrirtækis sem í hlut á sérstaklega. Ennfremur er spurt um hvert sé hlutverk, ábyrgð, og helstu verkefni stjórnar og einstakra stjórnarmanna í fjármálafyrirtæki. Þá er lagt mat á sjálfstæði, dómgreind og viðhorf viðkomandi.

Á heimasíðu FME má finna dæmi um viðtalsþætti vegna mats þannig að flestir ættu að geta undirbúið sig og staðist prófið. T.d. er spurt um sérstöðu fjármálafyrirtækja í samanburði við annan atvinnurekstur. Spurt er um skyldur stjórnarmanna og góða stjórnarhætti og áætlað vinnuálag. Spurt er um hlutverk innra eftirlits og ytri endurskoðanda og einnig er spurt um hvað „endurskoðaður ársreikningur“ þýðir. Fleiri spurningar eru hér að neðan.

hæfisspurningar stjórnarmanna
hæfisspurningar stjórnarmanna
© None (None)

Stækka má myndina með því að smella á hana.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.