Til stendur að sameina tvö dótturfélög Íslandsbanka, SPV fjárfestingu ehf. og Sparibréf ehf. að því er kemur fram í tilkynningu í Lögbirtingablaðinu. Af þeim tveimur er Sparibréf umtalsvert minna, en efnahagsreikningur félagsins er ekki nema um 948.000 krónur og félagið er skuldlaust.

SPV er sömuleiðis skuldlaust og námu eignir félagsins í árslok 2011 1.180 milljónum króna. Höfðu þær þó dregist sam­an um rétt tæpan milljarð króna frá árinu 2010 og skýrist lækk­unin einkum af afborgunum langtímaskulda félagsins. SPV var einn af eigendum eignar­haldsfélagsins Stíms, sem keypti umtalsverðan hlut í Glitni og FL Group nokkrum mánuðum fyrir hrun.