Samningur á milli SPV og VSFÍ hefur verið endurnýjaður en sem fyrr styður SPV við VSFÍ með framlagi til kynningar- og útgáfustarfsemi Vélstjórafélagsins auk þess sem Sparisjóðurinn tekur þátt í árlegum þingum VSFÍ segir í tilkynningu félaganna.

Stefna SPV í þjónustumálum, hvort sem er við einstaklinga, fyrirtæki eða félög, hefur skilað SPV stóraukinni markaðshlutdeild á fjármálamark¬aðn¬um því sífellt fleiri viðskiptavinir bætast í hópinn. Þessi ánægjulega þróun gerir SPV að enn öflugri fjármálastofnun og gerir honum kleift að veita viðskiptavinum sínum, eins og félagsmönnum í Vélstjórafélaginu, sífellt betri, víðtækari og nánari þjónustu á þeim bestu fáanlegu kjörum sem völ er á hverju sinni. Vélstjórar og fjölskyldur þeirra geta ávallt, eins og aðrir viðskiptamenn SPV, treyst því að njóta bestu kjara hverju sinni.

All frá upphafi stofnunar SPV árið 1961 hefur samband og samstarf Sparisjóðsins og Vélstjórafélags Íslands (VSFÍ) staðið á traustum grunni og styður SPV við starfsemi Vélstjórafélagsins og félagsmenn þess með margvíslegum hætti.