Vonir hafa vaknað á ný um að hugsanlega verði hægt að bjarga sænsku bílaverksmiðjum Saab þrátt fyrir að General Motors hafi tilkynnt um lokun verksmiðjanna í síðustu viku.

Í New York Times  er haft eftir Victor R. Muller, forstjóra hollenska sportbílaframleiðandans Spyker, að hann hafi á sunnudag lagt fram tilboð í 11 liðum. Hefði GM frest til klukkan 5 síðdegis í dag (að bandarískum tíma) til að svara tilboðinu.

Greint frá því að nýtt tilboð hafi komið frá hollenska sportbílaframleiðandanum Spyker Cars. Talsmaður GM sagði í samtali við New York Times að margir sérfræðingar í bílaiðnaði hafa þó dregið í efa að þetta fyrirtæki væri þess megnugt að endurreisa Saab. Sagði hann einnig að fleiri líklegir kaupendur hafi sýnt Saab áhuga síðan á föstudag.

Opinberlega hefur GM þó ekki viljað upplýsa hvað það er varðandi Spyker sem veldur þeim áhyggjum. Þó er fullyrt að áhyggjurnar stafi fyrst og fremst af þeim tökum sem Rússar hafi á Spyker, en stærsti fjárfestirinn á bak við félagið sé rússneski bankinn Convers Group. Þá er einnig dregið í efa að Spyker auðnist að fá lán hjá Evrópska fjárfestingabankanum vegna kaupanna á Saab.

„Við munum þó halda áfram, að skrúfa niður starfsemi Saab, en höfum í þessu ferli hafa nokkrir aðilar sýnt fyrirtækinu áhuga,” sagði talsmaður GM.