Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, spyr út í fundi Kviku banka og erlendra fjárfestingarsjóðsins Macquarie í fjármálaráðuneytinu þann 5. apríl og 31. maí í fyrirspurn á Alþingi beint til Benedikts Jóhannessonar, fjármála- og efnahagsráðherra. Einnig er spurt hvenær ráðherra hafi frétt af fundunum.

Þá spyr Kolbeinn hvort rætt hafi verið við aðila sem sýnt hafi kaupum á Isavia ohf, eða einhverri starfsemi tengdri fyrirtækinu eða flugvellinum áhuga.

Kolbeinn spyr einnig að hverra frumkvæði fundirnir hafi verið haldnir og hvort til standi að selja Isavia. Ásamt því spyr þingmaðurinn hvort aðrir fundir hafi af fjármálaráðuneytinu eða öðrum ráðuneytum með fjárfestum vegna áhuga á að kaupa Isavia eða tengd félög og hvenær hverjir hafi setið þá fundi.