Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, hefur lagt fram fyrirspurn á Alþingi um stefnu forsætisráðherra varðandi einkavæðingu ríkiseigna. Spyr Katrín meðal annars hvort það komi til greina að selja einhver fyrirtæki eða aðrar eignir ríkisins á kjörtímabilinu og þá hvaða.

„Kemur til greina að einkavæða einhverja starfsemi á vegum ríkisins á kjörtímabilinu með því að fela einkaaðilum að annast hana á grundvelli samninga og þá hvaða?“ spyr Katrín einnig.

Katrín segir í samtali við VB.is að tilefni fyrirspurnarinnar sé aðallega að Bjarni Benediktsson,  formaður Sjálfstæðisflokksins, sagðist  í vikunni vera mikill áhugamaður um aukinn hlut einkaaðila í heilbrigðisþjonustu.