Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur lagt fram fyrirspurn til forsætisráðherra um kostnað við ráðherraskipti núverandi ríkisstjórnarinnar.

Í fyrirspurn Vigdísar er spurt um launakostnað, biðlaun og eftirlaunarétt ráðherra.

Frá því að núverandi ríkisstjórn tók við völdum vorið 2009 hafa verið gerðar fjölmargar breytingar á ríkisstjórn. Þannig sagði Ögmundur Jónasson sig úr ríkisstjórn í rúmt ár (Ögmund var reyndar ekki á ráðherralaunum áður), þau Gylfi Magnússon, Ragna Árnadóttir, Jón Bjarnason og Árni Páll Árnason hafa öll setið sem ráðherrar á tímabilinu. Gylfi og Ragna voru sem kunnugt er ekki kjörnir fulltrúar en nutu þó réttinda sem ráðherrar með tilheyrandi biðlaunum. Hið sama átti við um Jón Bjarnason og Árna Pál en þeir sitja báðir á þingi.

Þá mun Oddný G. Harðardóttir láta af embætti ráðherra á mánudaginn og Katrín Júlíusdóttir snúa aftur úr fæðingarorlofi.