Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur lagt fram fyrirspurn til fjármálaráðherra á þingi þar sem spurt er hvort ráðherra hafi látið kanna mörk auðlegðarskatts og eignarnáms. Í öðrum lið fyrirspurnarinnar spyr hann hvort það sé „[e]ignarnám eða getur það talist eðlileg skattlagning að 2% auðlegðarskattur í þrjú er er tæp 6% skattlagning á eignir“.

Nokkur umræða hefur verið um auðlegðarskattinn sem lagður var á árið 2009. Skömmu fyrir síðustu áramót skrifaði Hróbjartur Jónatansson hrl. grein sem birtist í Viðskiptablaðinu og sagði skattinn ekki annað en eitt form á eignaupptöku. Í greininni benti hann á að hér tekur skatturinn ekki tillit til tekna og sé því af sama toga og eignaskattar sem kommúnistar settu á víða í Austur-Evrópu eftir stríð.