Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur lagt fram fyrirspurn á Alþingi til fjármála- og efnahagsráðherra um rafræn skattkort.

Helgi spyr þannig hver rökin séu fyrir því að launþegi þurfi að flytja skattkort á milli vinnuveitenda til þess að njóta persónuafsláttar. Þá vill hann vita hvort eitthvað sé því til fyrirstöðu að skattyfirvöld meðhöndli útreikning og nýtingu persónuafsláttar sjálfkrafa í samræmi við séróskir launþega séu þær fyrir hendi.

Að lokum vill Helgi vita hvort unnið sé að því í fjármálaráðuneytinu að taka upp rafræn skattkort, og óskar hann eftir skriflegu svari ráðherrans.