*

föstudagur, 16. apríl 2021
Innlent 15. nóvember 2013 11:51

SRE II á eignir fyrir næstum tíu milljarða

Fasteignasjóður í rekstri Stefnis var stofnaður fyrir rúmu ári síðan. Hann hefur nú keypt fasteignir Hótel Borgar.

Jón Aðalsteinn Bergsvein
Axel Jón Fjeldsted

Fasteignasjóðurinn SRE II, sjóður í rekstri Stefnis, dótturfélags Arion banka, hefur keypt eignir fyrir tæpa 9,8 milljarða króna. Sjóðurinn var stofnaður um mitt síðasta ár og er fjárfestingargeta hans 16,4 milljarðar króna. Greint var frá því í gær að sjóðurinn hafi keypt 85 hlut í félaginu Borgin okkar ehf, sem héldur utan um eignarhald á fasteignum Hótel Borgar. Hluthafar SRE II eru lífeyrissjóðir og tryggingafélög. Stærsti hluthafinn er Lífeyrissjóður verslunarmanna með 19% hlut. Stapi lífeyrissjóður á 15% hlut í fasteignasjóðnum.

Fasteignasjóðurinn SRE II á eignir á borð við höfuðstöðvar Advania í Reykjavík, Nýherjahúsið við Borgartún og hús Geymslna við Fiskislóð. 

Fram kemur í uppgjöri félagsins fyrir síðasta ár að hagnaður af rekstri hans nam 441 milljón króna í fyrra. Eigið fé í árslok nam 1.667 milljónum króna að meðtöldu hlutafé upp á 12,3 milljarða króna. Í lok síðasta árs nam virði eigna móðurfélags SRE II 1.744 milljónum króna en virði eigna samstæðunnar var 4.827 milljónir króna. Þar af nam virði fjárfestingareigna samstæðu SRE II 4.725 milljónum króna. 

Stikkorð: Hótel Borg SRE II