Stjórn Sláturfélags Suðurlands (SS) hefur samþykkt að skrá félagið á First North markaðinn hjá NASDAQ OMX. Hlutabréf SS verða skráð á First North Iceland 14.júlí næstkomandi. Félagið hefur um árabil verið skráð á Opna tilboðsmarkaðnum hjá Kauphöll. Þá verða hlutabréf SS afskráð af Opna tilboðsmarkaðnum eftir lok viðskipta miðvikudaginn 13. júlí, er fram kemur í fréttatilkynningu.

© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)
Útgefnir hlutir í Sláturfélagi Suðurlands svf. eru 200.000.000, hver hlutur er ISK 1 að nafnverði. Stjórn SS telur mikilvægt að félagið sé skráð á markaði og First North markaðurinn henti félaginu vel.

SS hefur gert samkomulag við Deloitte hf. um að vera viðurkenndur ráðgjafi félagsins á First North markaðnum því krafa er gerð um að félög sem skráð eru á markaðnum hafi samning við viðurkenndan ráðgjafa sem starfar sem ráðgjafi félagsins meðan á skráningarferlinu stendur og eftir að því er lokið. Delotte hf. hefur annast endurskoðun SS.