*

þriðjudagur, 27. júlí 2021
Innlent 4. desember 2007 15:13

SS kaupir Reykjagarð

Ritstjórn

Sláturfélag Suðurlands svf. keypti í dag 49% eignarhlut í Reykjagarði hf, að því er fram kemur í tilkynningu til Kauphallarinnar.  Við kaupin hefur SS eignast félagið að fullu en það átti fyrir 51% eignarhlut.  Gert er ráð fyrir að kaupin styrki stöðu félagsins á markaði fyrir kjúklingaafurðir til lengri tíma litið.  Kaupverð er trúnaðarmál milli aðila.