Sláturfélag Suðurlands hefur sótt um lóð á hafnarsvæðinu í Þorlákshöfn undir fóðurskemmu í tengslum við innflutning og sölu fyrirtækisins á dýrafóðri að því er segir í frétt á vef Sunnlenska fréttablaðsins.

Þar kemur fram að Sláturfélagið gerir ráð fyrir að þurfa þrjú til fimmþúsund fermetra athafnarými og þarf það að liggja vel að bryggjusvæðinu en aðskilið frá annarri starfsemi á hafnarsvæðinu.

Umsókn Sláturfélagsins hefur ekki verið afgreidd.