Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja (SSF) og Samtök atvinnulífsins (SA) skrifuðu í dag undir kjarasamning sem gildir fyrir alla félagsmenn SSF til ársloka 2018. Undirskriftin er með fyrirvara um samþykki félagsmanna SSF.

Launahækkanir á samningstímanum fyrir þá sem hófu störf fyrir 1. janúar 2015 og eru enn í starfi við undirritun kjarasamnings eru 16,5% til 22,2%. Mest hækkun fyrir þá sem lægri launin hafa í anda þeirrar launastefnu sem stéttarfélög á almennum vinnumarkaði hafa undirritað í sumar.

Endurskoðunarákvæði eru jafnframt á árunum 2016, 2017 og 2018 ef forsendur kjarasamninga ganga ekki eftir.