Geir H. Haarde forsætisráðherra sagði á Viðskiptaþingi 2008 að íslensku bankarnir hefðu staðið af sér erfiða tíma og að staða þeirra væri sterk. Ríkisstjórnin vil aukið samráð við fjármálastofnanir og að rekstrarumhverfi þeirra sé tryggt. Geir segir að fjöldi fyrirtækja geri upp í erlendri mynt og ekkert því til fyrirstöðu að slíkt sé gert.

Geir sagði íslensku krónuna verkfæri og full ástæða til að ræða stöðu hennar.