Staða jöklabréfa er nú komin niður í 85 milljarða króna og hefur lækkað hratt síðustu mánuði. Fyrir tveimur mánuðum voru útistandandi jöklabréf 113 milljarðar króna og 340 milljarðar króna í ágúst í fyrra.

Þýski fjárfestingarbankinn KFW er með 29 milljarða, eða rúman þriðjung jöklabréfanna. Næstur er Evrópski fjárfestingarbankinn með 17 milljarða, Rabobank í Hollandi með 13 milljarða, Eurofirma með 5 milljarða og Alþjóðabankinn R&D með 4 milljarða. Fimm stærstu eigendurnir eru því með samtals 68 milljarða eða 80% jöklabréfanna.

Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd, sem fengin er úr Lánamálum ríkisins, útgefnum af Seðlabankanum, eru talsverðar endurgreiðslur í þessum mánuði, en mun meiri í september. Endurgreiðslurnar í þessum mánuði og næsta eru 5 milljarðar af jöklabréfum KFW Bankengruppe, auk vaxta, þann 29. júlí. Næstu stóru gjalddagar eru svo í febrúar á næsta ári.