Staða markaðsskuldabréfa í lok ágúst nam 4.543 milljörðum króna og hafði hækkað um 26 milljarða króna milli mánaða.

Meirihluti markaðsskuldabréfa, eða 71%, eru skuldabréf innlánsstofnana en þetta kemur fram í Hagtölum Seðlabankans.

Markaðsskuldabréf innlánsstofnana námu 3.241 milljarði króna í lok ágúst og hækkuðu um 7 milljarða í mánuðinum en hafa frá áramótum hækkað um 567 milljarða (21%).

Þá kemur fram í Hagtölum Seðlabankans að markaðsvíxlar innlánsstofnana námu 386 milljörðum króna í lok ágúst og hækkuðu um 11 milljarða milli mánaða.

Hlutabréf skráð í Kauphöll námu 1.627 milljörðum króna í lok mánaðarins og hækkuðu um 37 milljarða frá fyrra mánuði.