Staða markaðsskuldabréfa í lok júlí nam 4.515 milljörðum króna og hafði lækkað um 25,6 milljarða króna milli mánaða.

Markaðsskuldabréf innlánsstofnana námu 3.231 milljörðum króna í lok júlí og höfðu lækkað um 54 milljarða króna milli mánaða, en þau eru að mestum hluta gengistryggð.

Þetta kemur fram í Hagtölum Seðlabankans.

Markaðsvíxlar innlánsstofnana námu 376 milljörðum króna í lok júlí og hafa lækkað um 32,7 milljarða króna frá mánuðinum áður.

Hlutabréf skráð í Kauphöll námu 1.590,4 milljörðum króna í lok mánaðarins og lækkuðu um 103 milljarða króna milli mánaða.