Skilanefnd Landsbankans mun samkvæmt heimildum blaðsins búin að ráða lögfræðistofu í Lúxemborg og telja innlánseigendur úti að fyrir þeim vaki fyrst og fremst að koma sínum kröfum jafnfætis kröfu innstæðueigenda.

Ef það gerist óttast innlánseigendur að tapa allt að 50% af innstæðum sínum.

Auk þess óttast þeir að ferlið taki mjög langan tíma áður en þeir fái kröfur sínar greiddar. Þeir leita nú leiða til að efla sína stöðu með stofnun samtaka enda telja þeir að staða þeirra sem innlánseigenda sé ekki varin sem skyldi, hvorki af yfirvöldum á Íslandi né í Lúxemborg. Þeir hafa leitað til sparifjáreigenda í Lúxemborg.

Eftir því sem komist verður næst eru um 2000 einstaklingar sem voru með innlán sín þarna úti og gæti verðmæti íslenskra innstæðan verið nálægt 10 milljörðum króna.

_____________________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .