Tap Salt Investments, eignarhaldsfélags í 90% eigu Róberts Wessman, nam rúmum 19 milljörðum á árinu 2008. Eignir félagsins eru neikvæðar um nærri 9 milljarða. Árni Harðarson, forstjóri Salt Investments, segir að eign félagsins í Glitni hafi verið afskrifuð að fullu en félagið keypti bréf af bankanum sjálfum árið 2007 og 2008. Þau voru keypt í gegnum eitt af dótturfélögum Salt Investments, Salt Financials, en það félag hefur áður gefið út að það geti ekki greitt af skuldum sínum. Bréfin í Glitni er eina eign félagsins. Stærstu kröfuhafar auk Glitnis eru Landsbankinn, Straumur og Sparisjóðsbankinn og á Salt Investmensts nú í viðræðum um uppgjör við þá. "Innan Salt Financials er 16 milljarða skuld og hefur því mikil áhrif á skuldastöðu Salt Investments," segir Árni. Móðurfélagið er í ábyrgð fyrir hluta af skuldum Salt Financials.