Staða bandaríska bankans, Bank of America, vænkast talsvert á þriðja ársfjórðungi. Hagnaður bankans eykst um 7% frá sama tímabili árið áður. Þetta kemur fram í frétt Financial Times .

Þrátt fyrir lækkun á stýrivöxtum bandaríska Seðlabankans, þá er hagur bankans betri á þessum ársfjórðungi. Líklegt er talið að hlutabréfaviðskipti hafi haft jákvæð áhrif á afkomu bankans á þessu tímabili.

Þessi næststærsti banki Bandaríkjanna réðst einnig í talsverða hagræðingu á rekstri sínum á tímabilinu. Hagnaður bankans á þriðja ársfjórðungi var 4,96 milljarðar dollara á tímabilinu.