Nú hefur fjórða fyritækið bæst við í kapphlaupinu um kaupin á samheitalyfjahluta þýska lyfjafyrirtækisins Merck. Vefútgáfa þýska viðskiptablaðsins Handelsblatt greindi frá því í morgun að þýska samheitalyfjafyritækið Stada muni nú bætast við en fyrir höfðu Actavis, ísraelska samheitalyfjafyrirtækið Teva og indverska félagið Ranbaxy.

Í frétt Handelsblatt kemur fram að Stada telur sig hafa betri eiginfjárstöðu og afrakstrargetu en hin fyrtækin sem hafa lýst áhuga sínum á samheitalyfjahluta Merck.

Söluverðmæti samheitalyfjahluta Merck er talið verið í kringum fjórar milljónir evra eða semsvarar til 360 milljarða íslenskra króna.