Jákvæðar fréttir bárust í gær af stöðu framleiðslu í Evrópu. Verksmiðjupantanir í Þýskalandi jukust um 3,8% milli mánaða og hefur aukningin ekki verið svona mikil síðan í desember á síðasta ári. Iðnaðarframleiðsla í Bretlandi jókst um sló spám markaðsaðila við og var 1,1% en spár þeirra höfðu hljóðað upp á 0,7%. Gefur þetta til kynna að aukinn stöðuleiki sé á svæðinu. Þó er Evrópa enn í samdráttarskeiði og reiknað er með því að hagvöxtur hafi verið flatur á öðrum ársfjórðungi þessa árs af því er fram kemur í frétt IFS greiningar.