Þýska samheitalyfjafyrirtækið Stada hefur fjárhagslegt bolmagn til að kaupa samheitlyfjaeiningu Merck, að sögn forstjóra félagsins, en hann vildi þó ekki upplýsa um áform félagsins.

Forstjórinn Hartmut Retzlaff sagði á uppgjörsfundi í Frankfurt í dag að hann vildi ekki tjá sig um orðróm um áhuga félagsins á Merck-einingunni, sem móðurfélagið hefur sett í sölumeðferð.

Actavis, bandaríska félagið Mylan og ísraelska samheitalyfjafyrirtækið Teva eru talin eiga í viðræðum um kaup á einingunni, sem verðmetin er á fimm milljarða evra. Talið var að Stada hefði hætt við kauptilboð í fyrstu umferð söluferlisins.