Staða lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins er grafalvarleg, segir Vigdís Hauksdóttir formaður fjárlaganefndar. Staðan verður rædd á fundi nefndarinnar í dag.

Vigdís segir þó helsta tilgangs fundarins í dag vera það að fjárlaganefnd sé að sinna eftirlitshlutverki sínu. „Það var látið hjá liggja á síðasta kjörtímabili að fara yfir ríkisreikninga 2010, 2011 og 2012,“ segir hún í samtali við Viðskiptablaðið.

„En það er grafalvarleg staða með þessa lífeyrissjóði. Sérstaklega Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins af því að það er ríkisábyrgð á honum. Það hleðst upp neikvæð staða án þess að það komi fjármagn á móti,“ segir Vigdís. Hún bætir við að fjárlaganefnd sé að skoða hvers vegna ekki sé búið að sameina lífeyrissjóð hjúkrunarfræðinga sjóðnum

Hún segir að inngreiðendur í sjóðinn séu orðnir færri en áttahundruð.

Viðbót klukkan 16:06
Í fréttinni kom fram að lög gerðu ráð fyrir að lífeyrissjóðir skyldu að lágmarki hafa 800 inngreiðendur. Haukur Hafsteinsson, framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins segir að þetta eigi ekki við um þá lífeyrissjóði sem séu með bakábyrgð ríkis og sveitarfélaga.