Staða ráðuneytisstjóra í nýju ráðuneyti atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti verður ekki auglýst þrátt fyrir að lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins kveði á um slíkt. Lögin heimila jafnframt flutning á starfsmönnum á milli ráðuneyta í stað þess að auglýsa stöðurnar. Umboðsmaður Alþingis hefur jafnframt kveðið á um að auglýsa skulir stöður sem þessar.

Ráðuneytið verður til með sameiningu sjávarútvegs,- iðnaðar og efnahags- og viðskiptaráðuneyta.

Steingrímur J. Sigfússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, sagði í samtali við RÚV í kvöld ekki eiga við að auglýsa stöðu ráðuneytisstjóra þegar starfsemi ráðuneyta sameinist undir nýjum formerkjum. Hafa verði í huga að tryggja verði stöður starfsfólks ráðuneytanna við sameiningu ráðuneytanna.

„Grunnreglan er sú að reyna að tryggja fólki stöður. Þeirra réttur er líka til staðar,“ sagði Steingrímur.