Staða þrotabúa gömlu bankanna hefur verið í járnum í meira en ár og takast slitastjórnir og stjórnvöld á um það hvort samþykkja eigi framlögð nauðasamningsfrumvörp. Stjórnvöld vilja ekki koma nálægt málinu og virðast ætla að knýja þrotabúin í þrot, hvort sem það verður gert með skattlagningu eða sérstakri lagasetningu. Ekki er hins vegar gefið að það muni breyta miklu þegar til lengri tíma er litið hvort málum þeirra ljúki með nauðasamningum eða hefðbundnum slitum.

Tæp fimm ár eru liðin frá því að slitastjórnir voru skipaðar yfir föllnu bankana þrjá, Glitni, Kaupþing og Landsbankann, en enn er ekki búið að gera þrotabúin upp. Í staðinn sitja þau í einhvers konar lagalegu limbói, hvorki bankar né þrotabú, og engin hreyfing virðist vera í átt að nauðasamningum. Þessi sérstaka lagalega staða sést ekki síst í því að bankaskatturinn svokallaði, sem leggst á skuldir fjármálafyrirtækja, á nú einnig að leggjast á þrotabú föllnu bankanna rétt eins og á starfandi fjármálafyrirtæki.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér .