Breska smásölufyrirtækið Tesco gaf út afkomuviðvörun nú í morgun og tilkynnti að arðgreiðslur til hluthafa myndu lækka um 75%. Lækkunin mun spara félaginu um 600 milljónir punda.

Samkvæmt fréttatilkynningu fyrirtækisins má rekja minni afkomu félagsins til kostnaðar vegna fjárfestinga og minni viðskipta. Útlit er fyrir að rekstrarhagnaður fyrirtækisins verði 2,4 milljarðar punda á yfirstandandi rekstrarári og er það töluvert minna en vænst hafði verið, og er það um milljarði minna en rekstrarhagnaður síðasta árs sem var um 3,3 milljarðar punda.