Atvinnuleysi stóð óbreytt í 7,6% í Bandaríkjunum í júní þrátt fyrir að atvinnuþátttaka hafi aukist á milli mánaða. Fram kemur í umfjöllun breska dagblaðsins Financial Times um málið að atvinnulausum hafi fækkað um 195 þúsund í mánuðinum. Það muni styrkja bandarískt efnahagslíf áður en bandaríski seðlabankinn tekur að draga úr stuðningi við það í haust.

Þetta er jafnframt betri niðurstaðan en spár gerðu ráð fyrir, að sögn Financial Times.