Bandaríska matsfyrirtækið Standard & Poor's staðfesti í dag í samræmi við birtingaáætlun sína lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs Íslands fyrir langtíma- og skammtímaskuldir í erlendum og innlendum gjaldmiðlum með stöðugum horfum. Þetta kemur fram í frétt frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu .

Stöðugar horfur endurspegla þá skoðun matsfyrirtækisins að möguleikarnir á frekari styrkingu opinberra fjármála vegi á móti hættunni á ofhitnun hagkerfisins á næstu tveimur árum. Skýrslu Standard & Poor's má sjá í heild sinni hér .