Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur staðfest sátt Samkeppniseftirlitsins við Skipti , móðurfélag Símans og tengdra félaga, og loka mála sem eftirlitið hafði til rannsóknar tengd félaginu. Samkeppniseftirlitið segir að með sáttinni í mars voru voru gerðar umfangsmiklar breytingar á skipulagi Skiptasamstæðunnar og þar með á íslenska fjarskiptamarkaðnum í því skyni að efla samkeppni og sé með henni tryggt að keppinautar Símans sitji við sama borð og Síminn sjálfur varðandi aðgang að grunnfjarskiptakerfum Skipta.

Skipti féllust einnig á að greiða 300 milljónir króna í stjórnvaldssekt vegna málsins.

Fjarskiptafyrirtækið Nova var aðili að tveimur málum sem lauk með sáttinni og kærði hana til áfrýjunarnefndar samkeppnismála enda taldi fyrirtækið m.a. að Samkeppniseftirlitinu hefði verið óheimilt að ljúka málinu með sátt án samþykkis félagsins. Samkeppniseftirlitið hafnaði kröfu Nova í gær og og stendur því sáttin óhögguð.