*

sunnudagur, 13. júní 2021
Innlent 17. maí 2018 16:37

Staðfestir dóm yfir Wernerssonum

Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms þess efnis að bræðurnir Karl og Steingrímur Wernerssynir þurfa að greiða þrotabúi Milestone 5,2 milljarða

Ritstjórn
Karl Wernersson.
Haraldur Guðjónsson

Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóm Reykjavíkur þess efnis að bræðurnir Karl og Steingrímur Wernerssynir þurfa að greiða þrotabúi Milestone 5,2 milljarða auk vaxta. Guðmundur Ólafsson, sem var dæmdur ásamt bræðrunum til greiðslu fjárhæðarinnar óskipt áfrýjaði dómi Héraðsdóms ekki til Hæstaréttar.

Í málinu var deilt um millifærslur sem gerðar voru á reikning systur þeirra Ingunnar Wernersdóttur. Þannig létu þeir Milestone fjármagna kaup sín á hlutafé Ingunnar í félaginu. Þremenningarnir hlutu áður fangelsisdóm vegna viðskiptanna en Hæstiréttur staðfesti í dag sýknudóm yfir Ingunni. Skiptastjóri Milestone hafði farið fram á að hún yrði einnig dæmd til að greiða upphæðina. 

Guðmund­ur var fram­kvæmda­stjóri Milest­one þegar millifærslurnar voru framkvæmdar og færðar í bók­hald og var sem framkvæmdastjóri með prókúru fyrir félagið, sem bræðurnir áttu. Þeir hafa báðir verið lýstir gjaldþrota.

Dómur Hæstaréttar.