Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur staðfest úrskurð Samkeppniseftirlitsins þess efnis að gamli Landsbankinn hafi brotið samkeppnislög þegar bankinn framkvæmdi samruna án þess að fá heimild eftirlitsins. Brotið fólst í yfirtöku bankans á sex félögum í eigu Bjargeyjar, eignarhaldsfélags Magnúsar Kristinssonar athafnamanns í Vestmannaeyjum, og selja fimm þeirra til þriðja aðila. Þar með braut bankinn gegn ákvæðum laga sem kveða að tilkynna verði samruna og fá fyrir honum heimild.

Samkeppniseftirlitið hafði sektað bankann um 40 milljónir króna en áfrýjunarnefnd telur 7,5 milljónir hæfilega sekt.